Monday, October 15, 2012

DIY-armband vol.2

Ég bjó til þetta hringja-armband fyrir stuttu-
Það er ekkert mál ef maður á nokkurnveginn allt í það en að sjálfsögðu er hægt að nota bara gamalt skart líka og klippa í sundur!! 
Ég notaði; einn stödds(til að setja á hringin sjálfann), keðjur, hring, litla hringi til að festa allt saman, festingu, límbyssu og svo er eiginlega nauðsynlegt að eiga eitthverskonar tangir ( ég keypti mínar í litir&föndur en hef séð svoleiðis í TIGER líka) 






1. Klippti allar krækjurnar nema eina af, sem eru aftan á stöddsinum. Setti slatta af lími inn í stöddsin ( passa að hafa krækjuna upp á meðan ) og setti svo hringin á -þrýsta vel
2. Ákveða hversu langar keðjurnar þurfa að vera (mæla frá enda á fingri niður handabak) klippa niður 5 stk í þessari lengd - nota einn lítinn hring og setja endann á öllum keðjunum upp á hann 
3. Festa hringinn með keðjunum í einu krækjuna sem þið skilduð eftir-passa að ýta henni vel niður!! 
4. Mæla stærð á armbandinu sjálfu- setja 5 litla hringi á armbandið sjálft og festinguna -
5. Svo er bara að tengja - keðjurnar úr hringnum niður í armbandið !! 


VOILA 
þá eruð þið komin með þetta líka fína armband !! 

-t

Ps. Festingarnar, litlu hringina og keðjur er hægt að kaupa í öllum helstu föndurbúðum


No comments:

Post a Comment