Tuesday, February 26, 2013

DIY- hárskraut/keðja

Ég bjó til hárskraut/keðju ( veit ekki alveg hvað á að kalla þetta)
Það er mjög einfalt og ætti í raun hver sem er að geta rumpað einni svona af.
Þú þarft;
keðju, hringa til að festa keðjur saman og festingu.
Ég kaus að vera með auka skraut á minni að það þarf ekkert endilega, 
en það er auðvelt að þróa það á eiginn hátt. 
( t.d. sniðugt að nota skraut af hálsmeni/eyrnalokk etc. sem er ekki í notkun lengur)



Byrjaðu á að setja keðjuna á hausinn til að finna lengdina, þú þarft að mæla frá enni-þvert yfir haus að hnakka og svo frá enni-beint yfir eyru og að hnakka.
Svo klippiru lengdirnar út en það er fínt að hafa keðjuna sem fer hjá eyrum í heilu lagi (þ.e. að hún nái allan hringinn í kring um hausin) 
Svo er bara að festa saman, ég setti svo festinguna að aftan.




voila
góða skemmtun
-t

No comments:

Post a Comment