Monday, October 22, 2012

DIY-beanie húfa

Þessi er ofboðslega einföld!! 

Það sem þú þarft;
Blað, reglustiku, skæri, gamla peysu og saumavél !! 













1. Gefðu þér strik neðst á blaðinu, ég var með 30 cm en komst að því eftir að ég saumaði að það var of langt , notið sirka 25 cm 
2. Gefðu þér strik upp frá miðju lárétta striksins (28-30 cm upp) 
3. Finndu eitthvað ávallt til að nota sem skapalón og mótaðu helming húfunnar- svo brítirðu í miðjunni og klippir út!!
4. Leggðu sniðið neðst á peysuna til að hafa faldinn og klipptu út
5. Settu röngur út og títuprjónaðu saman
6. Svo er bara einn saumur alla leið - en svo er gott að fara yfir brúnirnar með sikksakki

góða skemmtun!
-t

No comments:

Post a Comment