Mér finnst svo mega flott að vera með stóran klút eða hringklút vafin um hálsinn og setja líka yfir hausinn.
(Smá svona "búrku" stíll)
Sérstaklega eftir að ég krúnurakaði mig, þá fannst mér það klæða mig einstaklega vel.
Nema hvað að ég átti engan klút til að nota fyrir svona aðeins meira chick.
Þá greip ég að sjálfsögðu til þess örþrifaráðs að sauma mér einn slíkan úr afgöngum af siffon efni sem ég átti.
Ég kaus að setja svart neðst á hann svo hann myndi tóna betur við flest sem ég á.
Þetta er mjoög einfalt og hver sem er ætti að geta nokkurvegin púslað þessu saman,
svo er auðvitað hægt að klippa bara til klút/trefil og sauma saman á endunum!!
Þessi verður eflaust style-uð við eitthverja gellukjóla í nánustuframtíð!!
Adios -t
snillingur
ReplyDeleteNice!! Thu vera snilli!
ReplyDelete